Íslenska körfuboltalandsliðið leggur af stað til Helsinki í fyrramálið þar sem A-riðill lokamóts EuroBasket fer fram í ár. Ísland mun þar leika gegn sterkum þjóðum en liðið hefur undirbúið sig mikið síðustu vikur og mánuði.
Gert er ráð fyrir landsliðinu í Leifsstöð kl 6 í fyrramálið og flogið verður um 8. Liðið mun fá fylgd í gegnum flugstöðina og viðhafnarmóttökur þar áður en flogið verður til Finnlands.
Snapchat reikningur Karfan.is verður í höndum fylgdarmanna liðsins þar sem við fáum innsýn í ferðalagið og uppákomurnar frá brottför frá Reykjavík til komu í Helsinki.
Snapchatið er "Karfan.is" og því mikilvægt að bæta því við núna fyrir mótið. Karfan.is mun að sjálfsögðu vera virkt á Snapchat meðan á mótinu stendur líkt og á öllum miðlum.