spot_img
HomeFréttirFurman tapaði gegn Minnesota skólanum

Furman tapaði gegn Minnesota skólanum

Kristófer Acox og félagar í Furman háskólanum máttu fella sig við fjórða tapið í röð í nótt þegar Furman heimsótti Minnesota. Lokatölur voru 86-76 Minnesota í vil.
 
 
Kristófer var sem fyrr í byrjunarliði Furman og gerði 4 stig á 17 mínútum en hann var einnig með 6 fráköst og tvö varin skot. Stepen Croone gerði 25 stig í liði Furman og varð þar með fertugasti leikmaðurinn í sögu skólans til þess að skora meira en 1000 stig fyrir liðið.
 
Jólafríið er ekki langt hjá Furman þar sem liðið mætir St. Andrews í Greenville þann 30. desember næstkomandi.
  
Fréttir
- Auglýsing -