Kristófer Acox og liðsfélagar í Furman háskólanum í Bandaríkjunum höfðu sigur í nótt þegar Furman lék sinn fyrsta leik í Southern Conference riðlinum í 1. deild NCAA háskólaboltans. Sigurinn var öruggur, 66-49 gegn Sewanee University.
Kristófer Acox sem úti gengur undir nafninu Kris Acox fékk 10 mínútur í sínum fyrsta stóra leik í háskólaboltanum. Hann tók ekki skot í leiknum en tók þrjú fráköst og stal einum bolta.
Næsti leikur Furman í Southern Conference er 12. nóvember næstkomandi þegar liðið tekur á móti Gardner-Webb skólanum.
Af öðrum leikjum í gær má nefna að Duke skólinn frægi pakkaði Davidson saman 111-77.



