spot_img
HomeFréttirFurman lá gegn Gardner-Webb í gær

Furman lá gegn Gardner-Webb í gær

Kristófer Acox gerði 8 stig og tók 7 fráköst á 22 mínútum í gær þegar Furman háskólinn mátti sætta sig við 68-74 ósigur gegn Gardner-Webb skólanum.
 
 
Furman hefur nú leikið átta leiki á tímabilinu, unnið þrjá og tapað fimm. Til þessa hefur Furman aðeins leikið einn leik í riðllakeppni Southern Conference en það var 84-65 heimasigur gegn Appalachian State skólanum svo Furman hefur keppnina í Southern Conference vel.
 
Næstu tveir leikir eru á útivelli, fyrst gegn Florida Gulf Coast 19. desember og svo 22. desember gegn Minnesota. Næti leikur Furman í Southern Conference er gegn Chattanooga þann 3. janúar.
 
Kristófer hefur gert 5,9 stig og tekið 6,5 fráköst að meðaltali í leik þetta tímabilið og verið í byrjunarliði Furman alla leikina og þar með talið í leiknum gegn hinum fræga og risavaxna Duke háskóla.
 
Mynd/ http://www.furmanpaladins.com
 
Fréttir
- Auglýsing -