Kristófer Acox gerði 9 stig og tók 5 fráköst þegar Furman Paladins komust áfram í úrslitakeppni Southern Conference riðli bandaríska háskólaboltans í nótt. Kristófer var einnig með 2 stolna bolta og 2 varin skot á þeim 15 mínútum sem hann lék í leiknum. Furman lagði UNC Greensboro 80-64 og voru þeir Devin Sibley og Stephen Croone báðir með 20 stig í liði Furman.
Það er skammt stórra högga á milli í úrslitakeppninni því Furman verður á ferðinni aftur í nótt þegar liðið mætir ETSU í undanúrslitaleik SoCon-riðilsins. ETSU lagði Mercer 81-65 í 8-liða úrlsitum en í hinum undanúrslitaleik næturinnar mætast Chattanooga og Western Carolina.
Þá minnum við einnig á Snappið okkar (Karfan.is) en Kristófer er við stjórnvölin þar þessa helgina.



