spot_img
HomeFréttirFurman í undanúrslit SoCon!

Furman í undanúrslit SoCon!

Furman hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum SoCon riðilsins í bandaríska háskólaboltanum eftir „upset“ sigur á Chattanooga. Lokatölur í viðureign liðanna í nótt voru 69-67 Furman í vil en Furman lauk deildarkeppninni í 10. sæti SoCon á meðan Chattanooga lenti í 2. sæti riðilsins! Hver var frákastahæstur? Hvernig spurning er þetta eiginlega? Auðvitað Kristófer Acox, hann vaxaði glerið níu sinnum, gerði 9 stig, stal tveimur boltum og varði eitt skot.
 
 
Magnaður sigur hjá Furman sem í kvöld verða aftur á ferðinni þegar þeir mæta Mercer sem lauk leik í 3. sæti SoCon deildarkeppninnar. Mercer komst inn í undanúrslitin eftir öruggan 89-61 sigur á VMI skólanum.
 
Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti sem Furman spilar í undanúrslitum riðilsins síðan 2011 en þá tapaði liðið gegn Charleston. Hægt verður að horfa á leikinn á ESPN3 sjónvarpsstöðinni og hefst hann kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 01:30 í nótt.
  
Fréttir
- Auglýsing -