spot_img
HomeFréttirFurman: Búist við því að sigra!

Furman: Búist við því að sigra!

Hér er magnað myndband frá Furman háskólanum þar sem sýnt er frá síðustu 30 sekúndum leiks Furman og Chattanooga í fjórðungsúrslitum SoCon keppninnar. Það tók liðin 5 mínútur að spila þessar 30 sekúndur. Hvorugt lið vildi gefa eftir enda allt í húfi.
 
Þarna sést einnig að þjálfari liðsins, Niko Medved er enginn aukvisi. Í stöðunni 66-63, með Furman yfir og Chattanooga á línunni, skiptir Medved Kristófer út af og setur Geoff Beans. Beans er 85% vítaskytta en Kristófer rétt tæplega 50%. 
 
Chattanooga setur seinna vítið og Furman því 2 stigum yfir. Innkastkerfi Furman gengur út á að fá boltann á Beans því allar líkur eru á því að brotið verði strax.  Beans fer á línuna fyrir 2 skotum, sem hann setur niður ískalt þrátt fyrir að vera aðeins á sínu fyrsta ári.
 
4 stiga leikur aftur og Medved kippir Beans strax út af og setur varnartröllið Kristófer aftur inn. Hvað gerist? Hann ógnar þriggja stiga skoti sem geigar langt frá hringnum.
 
Chattanooga tekst þó að setja ótrúlegan þrist og kemur sér 1 stigi frá.
 
Medved endurtekur leikinn með Beans og kemur honum aftur á línuna með rétt rúma sekúndu eftir.
 
Vel spilað af góðu liði og góðum þjálfara.
 
Að leik loknum fáum við að líta inn í búningsklefann hjá strákunum þar sem Medved ítrekar við þá að þetta sé það sem þeir ætluðu að gera en þetta sé engan veginn búið. 
 
Þarna sést hvernig rétt blanda af tæknilegum og andlegum undirbúningi nær ótrúlegum árangri.
 
“Búist við því að vinna!”
 
Fréttir
- Auglýsing -