Logi Gunnarsson var ómyrkur í máli þegar hann sagði kokhraustur að við Íslendingar hefðum átt að sigra Ítalí nú í kvöld í öðrum leik Eurobasket. Afmælisstrákurinn frá því í gær spilaði vel þeim 11 mínútum sem honum voru úthlutaðar líkt og flestir í liðinu. Logi sagði Ítali seina til lappanna og það hafi íslenska liðið verið að nýta sér. Viðtal má sjá hér að neðan.



