spot_img
HomeFréttirFullt af fjöri í kvöld

Fullt af fjöri í kvöld

Fjöldi leikja fer fram í boltanum í kvöld, þrír leikir í Iceland Express deild karla og heil umferð í 1. deild karla. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í kvöld.
 
 
Í Garðabæ taka nýkrýndir Meistarar meistaranna á móti nýliðum Fjölnis. Stjörnumenn eru nokkurn vegin með sama hóp og í fyrra og sama á við um Fjölni að miklu leyti. Þeir hafa þó fengið Magna Hafsteinsson til sín og svo hafa þeir nýlega fengið nýjan Bandaríkjamann, Chris Smith, og mun hann væntanlega leika sinn fyrsta leik í kvöld.
 
Í Keflavík taka heimamenn á móti Breiðablik, Breiðablik kom á óvart í fyrra og sigraði Keflavík í Sláturhúsinu. Heimamenn vilja örugglega hefna fyrir það.
 
Grindvíkingar fara svo í heimsókn á Krókinn. Allar spár fyrir veturinn gera ráð fyrir að Grindavík vinni deildina í vetur. Tindastólsmenn ætla sér stærri hluti í vetur eftir mögur undanfarin ár en þeir munu leika án Bandaríkjamanns í kvöld.
 
Í 1. deildinni eru hörkuleikir, Skallagrímur tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn, Haukar á móti Val, Þór Ak. á móti Hetti, Ármann á móti ÍA og Hrunamenn á móti KFÍ.
 
Reikna má með að allir leikirnir verði í beinni tölfræðiútsendingu á kki.is
 
 
Fréttir
- Auglýsing -