20:53
{mosimage}
Keflavík hefndi sína í kvöld á Blikum með sigri í Smáranum 63-85 en fyrri leikur liðanna í Iceland Express deild karla í Keflavík endaði með sigri Blika. Í Grindavík sigraði Grindavík Skallagrím 117-67 og á Selfossi unnu heimamenn mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn Þór Ak. 94-84. Þá vann topplið Iceland Express deildar kvenna, Haukar, sigur á KR á heimavelli 65-57.
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig en tveir Grindvíkingar voru með 10 stoðsendingar eða meira. Igor Beljanski skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og tók 15 fráköst.
Sævar Sigurmundsson og Cristopher Caird skoraðu 27 stig hvor fyrir FSu, Sævar tók 13 fráköst og Caird 11. Guðmundur Jónsson var stigahæstur norðanmanna með 28 stig.
Gunnar Einarsson var atkvæðamestur Keflvíkinga í Smáranum með 18 stig en Nemanja Sovic skoraði 21 stig fyrir Blika.
Slavica Dimovska skorað mest Haukastúlkna eða 20 stig en hinu megin var Sigrún Ámundadóttir stigahæst með 14 stig en Margrét Kara Sturludóttir tók 15 fráköst.



