spot_img
HomeFréttirFSu - Þór Ak. (Umfjöllun)

FSu – Þór Ak. (Umfjöllun)

13:08

{mosimage}

Það voru Akureyringar sem mættu til leiks gegn heimamönnum í Iðu á Selfossi á fimmtudag.. Sævar Sigurmundsson hóf veisluna þegar hann setti niður auðvelt sniðskot eftir stoðsendingu frá Vésteini Sveinsyni. FSu drengirnir virtust hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn og byrjuðu mjög sterkt gegn góðu liði Þórsara. Eftir aðeins 4 mínútur tók Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs manna leikhlé til að stöðva áhlaup FSu liðsins þegar staðann var orðinn 13-6 heimamönnum í vil. Stemmingin var klárlega hliðholl skóladrengjunum það sem eftir lifði fyrsta leikhluta. Þórsarar nýttu sér þó litla breidd FSu manna og sóttu í sig veðrið í lok fyrsta leikhluta. Þeir komust úr stöðunni 24-10 í 28-20 á seinustu fjórum mínútum fjórðungsins. Konrad Tota fór mikinn fyrir gestina í byrjun og skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti hófst líkt og sá sem á undan hafði gengið endaði. Gestirnir virtust hafa komist betur inn í sinn leik í öðrum leikhluta og söxuðu rólega en örugglega á forskotið sem heimamenn höfðu byggt sér upp. Daniel Brady fékk sína þriðju villu þegar aðeins 2 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta, sem var klárlega viss blóðtaka fyrir Akureyringa að koma honum fyrir á bekknum þegar svo vel gekk. Gestirnir spiluðu vel en ekki nóg og vel því FSu drengir voru ekki á þeim buxunum að hleypa þórsörum of nærri sér og héldu leikhlutann út með forustuna sín megin. Þórsarar höfðu þó minkað muninn niður í þrjú stig eftir tvær þriggja stiga körfur frá Guðmundi Jónssyni á lokamínútunum og virtust þeir til alls líklegir.

Sævar Sigurmundsson var ekki sáttur með að hafa Þórs drengi andandi ofan í hálsmál sitt og liðsfélaga sinna. Sævar gerði heil 9 stig og reif niður 5 fráköst á fyrstu 5 mínútum næst síðasta leikhlutans og sendi skýr skilaboð um að Þórs menn þyrftu að gjöra svo vel að sjá fyrir hlutunum ef þeir ætluðu sér sigur í Iðu. Var þetta stærsta áhlaup FSu manna í leiknum en þeir fóru úr stöðunni 53-49 í 65-49. Þór tókst að rétta örlítið úr kútnum í lok 3 leikhluta og var það Guðmundur Jónsson sem hélt öllu lífi og von í gestunum.

Fjórði leikhluti hófst og skiptust lið á stigum framan af fjórðung. Þór sýndi þó nokkurt lífsmark um miðjan leikhlutann og áttu gott áhlaup á heimamenn. Allt kom þó fyrir ekki þar sem FSu menn stýrðu skútunni í höfn og lönduðu mikilvægum sigri. Klárlega fundu Þórsarar fyrir því að þurfa að geyma suma af sínum lykilleikmönnum á tréverkinu vegna villu vandræða, þar má helst nefna að Jón Orra Kristjánsson, Óðinn Ásgeirsson og Daniel Brandy sem allir höfðu fengið á sig þrjár villur í kringum hálfleikspásuna.

Guðmundur Jónsson var sá sem fór fyrir sínum mönnum í stigaskori en hann setti niður heil 28 stig. Konrad Tota fór einnig mikinn og setti niður 20 stig og tók 9 fráköst. Daniel Brandy staðgengill kanans knáa Cedric Isom spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi og gerði 15 stig, stal fjórum boltum og tók 5 fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Stigaskor FSu manna hljóðaði svo að Chris Caird og Sævar Sigurmundsson skiptu bróðurlega 27 stigum á milli sín, sævar var með 13 fráköst og Chris með 11 enduðu þeir báðir með tvöfalda tvennu og var Chris að spila sinn besta leik á tímabilinu.  Árni Ragnarsson var einnig með tvöfalda tvennu þegar hann skoraði 20 stig og reif niður 11 fráköst.

Tölfræði leiksins

Hilmar Guðjónsson

Myndir: Svanur Fannar Valentínusson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -