21:13
{mosimage}
(Árni Ragnarsson spilaði með FSu í kvöld)
FSu varð í kvöld fyrst liða til þess að hafa sigur á Breiðablik í 1. deild karla með 97-81 sigri í Iðu á Selfossi. FSu leiddu 43-33 í hálfleik og fóru svo með góðan sigur af hólmi á heimavelli.
Fyrir leik kvöldsins hafði Breiðablik unnið 14 deildarleiki í röð en nú mættu þeir ofjörlum sínum. Blikar þurfa þó aðeins einn deildarsigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.
{mosimage}
Næsti leikur Blika er þriðjudaginn 4. mars þegar Valsmenn koma í heimsókn í Smárann en FSu mætir Hetti á Egilsstöðum sama dag.
Myndir: [email protected]



