spot_img
HomeFréttirFSu sigraði örugglega í nýliðaslagnum (Umfjöllun)

FSu sigraði örugglega í nýliðaslagnum (Umfjöllun)

11:53

{mosimage}

Sævar Sigurmundsson átti góðan leik fyrir FSu 

Sannkallaður nýliðaslagur var í Iðu á Selfossi í kvöld þegar FSu tók á mót Breiðablik. Fyrir leikinn var Breiðablik með þrjá leiki sigraða og þrjá tapaða. En FSu með tvo leiki sigraða en fjögur töp. FSu fór með öruggan sigur af hólmi 93-70 eftir að hafa verið yfir allan leikinn.

FSu byrja sýninguna með stæl og setja þrist eftir fremur misheppnað uppkast. FSu eru beittari framan af leikhlutanum og lítið gengur hjá Blikum. Blikar taka leikhlé og eftir það koma þeir mun ákveðnari til leiks. Þeir minnka muninn og lokatölur leikhlutans voru 33-34 FSu i vil.

Blikar koma mun ákveðnari í annan leikhluta og gengur FSu illa að setja boltann í körfuna. Það er skorað mikið báðum megin. Þegar tvær mínútur eru eftir af leikhlutanum er brotið af Tom Viglianco, bregst hann það illa við og gefur leikmanni Breiðabliks, Hjalta Vilhjálmsyni olnbogaskot í andlitið. Það var umsvifalaust dæmd tæknivilla og Tom rekinn út úr húsi. Brynjar Karl tók þessu mjög illa í þetta og ræddi æstur við dómarana. Leikhlutinn endar 45 – 43 heimamönnum i vil. Atkvæða mestir FSu í fyrri hálfleik var Vésteinn Sveinsson með 12 stig og Thomas Viglianco setti 9 stig og reif niður 8 fráköstum en hjá Blikum var það Nemanja Sovic sem setti 12 stig og Kristján Rúnar Sigurðsson setti 10 stig

Þriðji leikhlutinn var mjög jafn. Bæði lið áttu sínar rispur. Þegar þrjár mínútur voru eftir fór FSu á fulla ferð og gerðu 8-0 áhlaup. Endaði leikhlutinn 64 – 55 heimamönnum í vil.

FSu kom með sama hugafar og þeir enduðu þriðja leikhlutann með. Þeir settu látlaust þristana niður og áttu Blikar engin svör við því. FSu sigraði leikinn örugglega 93 – 70 eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Atkvæða mestir voru þeir Sævar Sigmundsson sem skoraði 23 stig og reif niður 7 fráköst og Björgvin Valentínusson skoraði 22stig fyrir FSu, þar af 20 í síðari hálfleik. Það er óhætt að segja að strákurinn hafi spilað sinn besta hálfleik á ferlinum hingað til. Fyrir Blikana var það Nemanja Sovic sem skoraði 20 stig og tók 10 fráköst og Kristján Sigðursson, Daníel Guðmundsson og Halldór Halldórson allir með 10 stig.

Tölfræði leiksins

Marteinn Guðbjartsson

Mynd úr safni: Gunnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -