spot_img
HomeFréttirFSu jöfnuðu metin á Hlíðarenda(Umfjöllun)

FSu jöfnuðu metin á Hlíðarenda(Umfjöllun)

23:22

{mosimage}
(Árni Ragnarsson að fiska ruðning á Hörð Hreiðarsson)

Valur tók á móti FSu í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í Iceland Express deildinni að ári í Vodafone-höllinni í kvöld.  FSu mættu mun ákveðnari til leiks og leiddu allan leikinn. Í seinni hálfleik gerðu þeir svo út um leikinn þegar þeir náðu mest 16 stig forskoti sem þeir gáfu svo aldrei af hendi og unnu sannfærandi 12 stiga sigur, 74-86. Leikmenn FSu mættu allir tilbúnir til leiks og margir leikmenn lögðu sitt á vogarskálarnar en 5 leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira. Stigahæstur var Matthew Hammer með 17 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar, næstir voru Sævar Sigurmundsson með 14 stig og 10 fráköst og Vésteinn Sveinsson með 13 stig og 6 stoðsendingar. Hjá heimamönnum í Val var Craig Walls atkvæðamestur en hann skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst. Næstir voru Steingrímur Ingólfsson með 16 stig og Ragnar Gylfason með 11 stig og 6 fráköst.

{mosimage}
(Christopher Caird að setja 2 af 8 stigum sínum)

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og þegar liðin voru búin að hrista af sér stressið skiptust þau á að leiða leikinn. Eftir þrjár mínútur af leik höfðu FSu eins stigs forskot, 9-10. Valsmönnum gekk brösulega að koma boltanum ofaní körfuna en FSu voru að spila fína vörn. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu gestirnir náð 5 stiga forskoti, 11-16. Gestirnir náðu góðri rispu þegar leið á seinni hluta leiklutans og þegar Sævaldur Bjarnason, þjálfari Vals, tók leikhlé með um það bil þrjár mínútur eftir af leikhlutanum höfðu gestirnir náð 9 stiga forskoti, 14-23. Valsmenn misstu þá ekki lengra frá sér en það og náðu að laga stöðuna örlítið áður en leikhlutanum lauk en þá höfðu gestirnir 6 stiga forskot, 23-29.

{mosimage}
(Árni Ragnarsson spilaði vel á báðum endum vallarins)

FSu byrjuðu annan leikhluta mun betur en Valsmenn og virtist Craig Walls vera sá eini sem gat brotist í gegnum varnarleik gestana. Þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók Brynjar Karl þjálfari FSu leikhlé en þá var forskotið ennþá í 6 stigum, 26-31. Valsmenn virtust hins vegar vakna til lífsins þegar leið á leikhlutann og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn 4 stig, 30-34. Leikmenn FSu nýttu sér það seinustu mínútur leikhlutans að Valsmenn hittu mjög illa og þegar Vésteinn Sveinson setti niður þriggja stiga körfu náðu þeir upp mestum mun í leiknum fram að því, 36-48. Valsmenn áttu hins vegar seinustu stigin í leiknum þegar Jason harden stal boltanum og lagði boltan ofaní körfuna í þann mund sem flautan gall, 38-48.

{mosimage}
(Matthew Hammer var stigahæstur Selfyssinga)

Stigahæstur í hálfleik hjá Valsmönnum var Craig Walls með 17 stig og 7 fráköst, þar af 5 sóknarfráköst. Næstir voru Steingrímur Ingólfsson með 9 stig og Ragnar Gylfason með 7 stig. Hjá FSu var Ante Kapov stigahæstur með 12 stig, en hann átti fjögur þriggja stiga skot í hálfleik sem öll fóru ofaní. Næstir voru Matthew Hammer með 10 stig og Árni Ragnarsson með 8 stig og þrjár stoðsendingar.

Signý Hermannsdóttir, leikmaður Vals í körfu fékk í hálfleik verðlaun fyrir flest varin skot í Iceland Express deild kvenna í ár en hún varði alls 105 skot á leiktíðinni.

Báðum liðum gekk nokkuð illa að koma boltanum ofaní körfuna í upphafi síðari hálfleiks en þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn á liðunum 10 stig, 42-52. Á meðan Valsmenn voru ennþá að klikka á sínum skotum duttu leikmenn FSu í gang þegar leikhlutuinn var rétt tæplega hálfnaður og þegar Sævaldur Bjarnason tók leiklé með rúmlega þrjár mínútur eftir af leikhlutanum var forskotið komið í 12 stig, 49-61. Leikmenn FSu voru að spila virkilega góðan körfubolta þegar leið á leikhlutan og juku forskotið hratt og örugglega, þegar ein mínúta var eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 15 stig, 53-68. Þegar leikhlutanum lauk var munurinn ennþá í 15 stigum, 54-69, og sóknarleikur Valsmanna ekki uppá marga fiska og það nýttu gestirnir sér til hins ítrasta.

{mosimage}
(Craig Walls fór á kostum í fyrri hálfleik)

Leikurinn var orðinn mjög hraður í fjórða leikhluta og Valsmenn mættu örlítið öruggari til leiks en það gekk þó lítið hjá þeim að minnka muninn. Sóknarleikur FSu var á köflum óaðfinnanlegur og þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn 14 stig, 62-76. Þegar leikmenn Vals höfðu náð forskotinu niður í 10 stig sögðu leikmenn FSu hingað og ekki lengra og Vésteinn Sveinsson setti tvær þriggja stiga körfur ofaní á stuttum tíma. Við það tóku Valsmenn leikhlé í þeirri von að ná að snúa leiknum sér í hag. Það gekk hins vegar ekki því ennþá voru leikmenn Fsu að nýta sín færi vel og gáfu aldrei færi á sér. Leikurinn endaði því með 12 stiga sigri FSu, 74-86.

Tölfræði

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}
(Sævar Sigurmundsson spilaði vel að vanda)

{mosimage}
(Craig Walls)

{mosimage}
(Trommusveit FSu lét vel í sér heyra)

Fréttir
- Auglýsing -