spot_img
HomeFréttirFSu Íslandsmeistari í Unglingaflokki karla

FSu Íslandsmeistari í Unglingaflokki karla

22:40

{mosimage}

Lið FSu varð í dag Íslandsmeistari karla í unglingaflokki þegar þeir lögðu Fjölni sannfærandi, 107-64. Það varð í raun ljóst strax í fyrsta leikhluta í hvað stefndi og FSu bættu í forskot sitt rólega allan leikinn. Leikmaður leiksins hjá Fjölni var Þorsteinn Sverrisson með 22 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar, en hann var framan af leik eini drifkrafturinn í sóknarleik Fjölnis.  Hjá FSu var Vésteinn Sveinsson maður leiksins en hann átti stórleik í dag með 35 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar. Vésteinn var meðal annars með 7/12 þriggja stiga skotum ofaní og var því illviðráðanlegur.

Fjölnisdrengir áttu fyrstu stigin í leiknum en eftir það tóku leikmenn FSu öll völd, þeir spiluðu agaðan leik og virtust hreinlega ætla að valta yfir Fjölni. Varnarleikur FSu var til fyrirmyndar og sem dæmi þá skoruðu Jón Sverrisson og Þorsteinn Sverrisson öll stig Fjölnis í 1. leikhluta en þau urðu aðeins 10 talsins. FSu fóru hins vegar aðeins betur að ráði sínu og voru ekki lengi að tvöfalda stig Fjölnis. Leikhlutinn endaði því með 11 stiga forskoti FSu, 21-10.

{mosimage}

Það sáust lítil batamerki á leik Fjölnis þó þeir settu nokkrum skotum fleiri niður í öðrum leikhluta heldur en þeim fyrsta þá var sóknarleikur þeirra tilviljanakendur og einhæfur. Leikmenn Fsu voru að spila vel skipulagða og agaða vörn sem skilaði þeim oft hraðaupphlaupum og auðveldum stigum í kjölfarið. Árni Ragnarsson og Christopher Caird voru þó báðir full fljótir að næla sér í villur en þeir voru báðir hvíldir töluvert vegna villuvandræða enda komnir með 3 stykki strax um miðjan leikhlutan. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu FSu aukuð bilið upp í 24 stig, 50-26.  Vésteinn Sveinsson var stigahæstur FSu manna með 18 stig en næstir voru Árni Ragnarsson og Björgvin Rúnar Valentínusson með 8 stig hvor. Hjá Fjölni var Þorsteinn Sverrisson með 9 stig og Jón Sverrisson með 6 stig.

Það virtist sem Bjarna Karlssyni hefði náð að tala sína menn í Fjölni örlítið til í hálfleik því þeir mættu mun einbeittari í sóknarleikinn í seinni hálfleik en það endist því miður ekki lengi. Varnarleikurinn var í molum og þriggja stiga skot FSu fóru flest sömu leið, eða beint ofaní körfuna.  Það munaði þó um það fyrir Fjölni að fleiri leikmenn voru farnir að stíga upp og gerði því FSu erfiðara fyrir að verjast þeim.  Leikmenn FSu létu þó ekki slá sig útaf laginu og unnu leikhlutan 29-22 og höfðu því bætt einum 7 stigum við forskotið sem var orðið 31 stig, 79-48.

{mosimage}

Fjórði leikhluti var því aðeins forsmatriði fyrir Fsu en þeir höfðu haldið Fjölnismönnum undir 23 stigum leikhlutana þrjá á undan og þurftu því bara að halda haus. Það gerðu þeir og það nokkuð glæsilega en þeim tókst að auka forskotið enn í lokaleikhlutanum og unnu því með 43 stiga mun, 107-64. Stigahæstur í liði FSu var eins og fyrr segir Vésteinn Sveinsson með 35 stig og 10 fráköst á 27 mínútum, næstir voru Nicholas Mabbutt með 16 stig og 8 fráköst, en hann kom gríðarlega sterkur inn á lokakaflanum, og síðast en ekki síst Árni Ragnarsson með 15 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Þorsteinn Sverrisson stigahæstur með 22 stig 3 fráköst og 2 stoðsendingar, næstir voru Sindri Kárason með 10 stig, 6 varin skot og 5 stolna bolta og Árni Þór Jónsson með 8 stig og 3 fráköst.

Umfjöllun: Gísli Ólafsson

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson og Gísli Ólafsson

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -