FSu tryggði sér í kvöld sæti í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð með sigri á Hamri í oddaleik 1.deildar karla. Næsta leiktíð verður því sú þriðja sem Selfyssingar spila í deild þeirra bestu. Lokatölur 93-105 í troðfullri og uppseldri Frystikystu.
Fyrsta tímabil FSu í úrvalsdeild var 2009-2010 og annað tímabilið kom strax árið á eftir og það þriðja í vændum næsta október. Fögnuður FSu-manna í Frystikystunni í kvöld var innilegur en við munum greina nánar frá leiknum innan skamms.
Mynd/ Jón Björn – Liðsmenn FSu eftir sigurinn í Hveragerði í kvöld.



