spot_img
HomeFréttirFSu: Bindum miklar vonir við nýja þjálfarann

FSu: Bindum miklar vonir við nýja þjálfarann

Selfyssingar fá nýjan þjálfara bráðlega en sá heitir Erik Olson en kappinn er ekki kominn til landsins svo það var formaðurinn, Víðir Óskarsson, sem hafði orðið fyrir FSu að þessu sinni og sagði miklar breytingar hafa orðið á sínu liði.
Hvernig hefur sumarið gengið?
Það hefur gengið sæmilega en verið rót á mannskapnum vegna mikilla breytinga og eins slæmt þar sem þjálfarinn er ekki kominn.
 
Hvaða breytingar hafa orðið á hópnum?
Miklar breytingar á hópnum. Orri, Bjarni, Þorkell, Sæmundur og Birkir allir farnir. Unnið hörðum höndum að því að styrkja hópinn og við erum bjartsýnir.
 
Hvernig leggst 1. deildin í þig undir 4-1 reglunni?
Lýst vel á nýju regluna, 4-1. Held að deildin verði jafnari. Liðin eru auðvitað að berjast um íslenska leikmenn núna. Það held ég að sé gott fyrir íslenskan körfubolta. Verður erfitt fyrir lítil lið eins og okkur.
 
Við hverju býst þú á næstu leiktíð, hverjir finnst þér líklegir í toppbaráttuna?
Hef ekki fylgst vel með liðunum og hvað hefur breyst. Held að Valur verði ofarlega en að deildin verði jöfn.
 
Hvernig metur þú möguleika þíns liðs?
Held að möguleikar FSu séu ágætir. Bindum miklar vonir við nýja þjálfarann. Erum með ungt lið eins og venjulega en sprækir strákar og vonandi fáum við reynslumeiri menn með þeim.
 
FSu hefur leik í 1. deild karla þann 12. október þegar Haukar koma í heimsókn í Iðu.
 
Mynd/ Nýji þjálfarinn Erik Olson er væntanlegur til landsins bráðlega.

 
Fréttir
- Auglýsing -