spot_img
HomeFréttirFSu bikarmeistari í unglingaflokki karla

FSu bikarmeistari í unglingaflokki karla

20:25
{mosimage}

 

(Bikarmeistarar FSu 2008) 

 

Bikarhelgi yngri flokka á Selfossi er nú lokið en það voru heimamenn í FSu sem héldu mótið og mættu síðan KR í síðasta leik helgarinnar í unglingaflokki karla. FSu hafði góðan 92-75 baráttusigur í leiknum. Bæði lið börðust af miklum móð en FSu lék heilt yfir betur og boltinn flaut betur í leik heimamanna á meðan KR-ingar stóluðu of mikið á þá Brynjar Björnsson og Darra Hilmarsson.

 

Vésteinn Sveinsson var valinn maður leiksins úr röðum FSu en hann gerði 23 stig fyrir heimamenn, gaf 7 stoðsendingar en hann setti niður sex þrista í leiknum. Darri Hilmarsson gerði 26 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og var með 3 stolna bolta. Darri hitti einnig úr öllum átta vítaskotum sínum í leiknum.  

Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en heimamenn leiddu 29-28 að loknum fyrsta leikhluta. Brynjar Þór Björnsson kenndi smá eymsla í kálfa en hélt áfram í liði KR og gerði heimamönnum oft lífið leitt ásamt Darra Hilmarssyni. Gestirnir komust svo yfir í öðrum leikhluta 36-43 og leiddu svo í leikhléi 48-49.

Vésteinn Sveinsson var líflegur hjá FSu sem og Árni Ragnarsson. FSu mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náðu 12 stiga forskoti 74-62 þegar þriðja leikhluta var lokið og KR-ingar farnir að láta dómgæsluna í leiknum fara í taugarnar á sér. Heimamenn létu boltann vinna verkin á meðan KR-ingar leituðu aðeins eftir þeim Brynjari og Darra og nokkuð dró af þeim félögum eftir því sem á leikinn leið.  

Nicholas Mabbut var líflegur í teignum fyrir FSu en liðsfélagar hans voru duglegir að finna miðherja sinn sem skilaði góðum körfum og tveimur skemmtilegum troðslum í dag. Mabbut lauk leik með 24 stig og 12 fráköst.  

Á köflum mátti minnstu muna að uppúr syði á milli liðanna en heimamenn nýttu sér öll tækifæri og léku á als oddi. Komust í 80-64 og eftir það var ekki aftur snúið fyrir KR. Lokatölur leiksins voru 92-75 fyrir FSu sem léku af skynsemi í dag og þessi skynsemi landaði þeim sigrinum. Vesturbæingar gerðu sjálfum sér erfitt fyrir með því að stóla einvörðungu á Brynjar og Darra og hefðu fleiri mátt leggja lóð sín á vogarskálarnar í liði gestanna.  

Tölfræði leiksins 

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

 {mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -