spot_img
HomeFréttirFrumleg fjáröflun: Stólarnir fá til sín Þórhall miðil

Frumleg fjáröflun: Stólarnir fá til sín Þórhall miðil

 
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur hrint í gang frumlegri fjáröflun en mánudaginn 26. september n.k. mun ráðið standa að skyggnilýsingarfundi með Þórhalli miðli.
Á heimasíðu Tindastóls, www.tindastoll.is segir:
 
Unglingaráð stendur fyrir skyggnilýsingarfundi með Þórhalli miðli á Mælifelli, mánudaginn 26. september kl. 20.30. Um fjáröflun fyrir unglignaráð er að ræða og kostar aðgangurinn aðeins 1500 krónur.
 
Þórhallur er landsþekktur miðill og hefur komið fram á mörgum skyggnilýsingafundum, verið með útvarpsþætti og er landsmönnum að góðu kunnur.
 
Því miður verður ekki hægt að taka á móti greiðslukortum, þannig að fólk er beðið um að hafa með sér reiðufé.
 
Er það von unglingaráðs að bæjarbúar taki vel í þessa nýju fjáröflun og fjölmenni á áhugaverðan viðburð og styðji við barna- og unglingastarfið í leiðinni.
 
Mynd/ Því miður á Karfan.is enga mynd af Þórhalli miðli, þið mætið bara í Mælifell ef þið eruð ólm í að sjá hann.
Fréttir
- Auglýsing -