Framan við Keflavíkurbekkinn í Laugardalshöll er merkileg auglýsing frá Merkiprent í Reykjanesbæ. Fyrirsæturnar í auglýsingunni eru sjálfir formaðurinn og framkvæmdastjóri Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og eru þetta svona ljómandi myndarlegir menn.
Með þennan sjarma blasandi við leikmönnum Keflavíkur ættu þær vísast að ná fram sínu besta í dag en ekki er vitað til þess svo órekjandi sé að Sævar Sævarsson og Birgir Már Bragason, fyrirsæturnar á myndinni, tengist Merkiprent á nokkurn hátt.



