spot_img
HomeFréttirFrítt inn á oddaleik Hamars og Stjörnunnar

Frítt inn á oddaleik Hamars og Stjörnunnar

Miðvikudagskvöldið 10. apríl mætast Hamar og Stjarnan í oddaleik um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Leikurinn fer fram í Hveragerði og hefst kl. 19:15.
 
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1 þar sem liðin hafa unnið sinnhvorn heimaleikinn. Hvergerðingar hafa nú brugðið á það ráð að hafa frítt inn á leikinn á miðvikudagskvöld og nokkuð ljóst að það verða þéttsetnir bekkirnir í húsinu þegar í ljós kemur hvaða lið mun taka sæti Fjölnis í Domino´s deildinni á næstu leiktíð. Það er Arionbanki sem býður frítt á leikinn.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -