spot_img
HomeFréttirFrítt að æfa fyrir stúlkur á grunnskólaaldri í Borgarbyggð

Frítt að æfa fyrir stúlkur á grunnskólaaldri í Borgarbyggð

 
Körfuknattleiksdeild Skallagríms vinnur nú að útbreiðslu körfuknattleiksíþróttarinnar meðal stúlkna í Borgarbyggð á grunnskólaaldri, en deildin fékk nýlega styrk frá menntamálaráðuneytinu til að kynna körfuknattleik fyrir stúlkum. Þetta kemur fram á www.skallagrimur.is  
Körfuknattleiksdeildin mun því bjóða stúlkum á grunnskólaaldri uppá æfingar endurgjaldslaust í febrúar – mars 2010 og október-nóvember 2010.
 
Lögð verður áhersla á að æfingarnar henti öllum jafnt byrjendum sem lengra komnum. Farið verður í ýmsa leiki tengda körfuknattleik og kenndar verðar reglur og grunnatriði fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta.
 
 
Ljósmynd/ Sigga Leifs: Frá kvennaleik í Borgarnesi fyrr á þessari leiktíð.
Fréttir
- Auglýsing -