Friðrik Stefánsson ákvað að leggja skóna á hilluna núna í janúar vegna þrálátra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarið ár. Friðrik er einn af okkar allra bestu miðherjum og var t.d. mjög stutt frá því að vera með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik á ferlinum til ársins 2007 eða 11,8 stig og 9,6 fráköst. Leiðinlegt að hann ákveði að hætta núna þegar stutt er í frákastametið hans Gumma Braga.
Friðrik Stefánsson ákvað að leggja skóna á hilluna núna í janúar vegna þrálátra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarið ár. Friðrik er einn af okkar allra bestu miðherjum og var t.d. mjög stutt frá því að vera með tvöfalda tvennu í leik á ferlinum til ársins 2007 eða 11,8 stig og 9,6 fráköst. Leiðinlegt að hann ákveði að hætta núna þegar stutt er í frákastametið hans Gumma Braga.
Guðmundur Bragason sem lengst af lék með Grindavík á metin í öllum frákastaflokkum í deildarkeppni úrvalsdeildarinnar eða 3.260 fráköst, 1.243 sóknarfráköst og 2.017 varnarfráköst.
Eftir að hafa lagt saman tölfræði Friðriks í eldri grunni KKÍ og einnig í þeim nýrri er hann samanlagt með 3.212 fráköst í heildina og þar af 1.055 í sókn og 2.157 í vörn.
Friðrik er því búinn að slá met Guðmundar í varnarfráköstum og bætti það um 140. Hann vantar þó aðeins 48 heildarfráköst og 188 sóknarfráköst til að ná metum Guðmundar í þeim þáttum.
Á þessari og síðustu leiktíð eru Friðrik með rúmlega 76 fráköst á tímabili, 27 í sókn og tæplega 50 í vörn. Að því gefnu hefði Friðrik þurft tæplega eitt tímabil til að ná metinu í heildarfráköstum en umtalsvert meira til að ná sóknarfrákastameti Guðmundar, eða tæplega 7 tímabil (miðað við fyrrnefndar tölur).
*** UPPFÆRT KL. 13:30 ***
Í fyrri tölur vantaði tímabilið 2007-2008 en það er hvorki í eldri samantekt KKÍ.is né þeirri nýrri. Friðrik var með 176 fráköst í heildina á þeirri leiktíð, þar af 52 í sókn og 124 í vörn. Munar heldur betur um minna.



