spot_img
HomeFréttirFriðrik: Spiluðum flottan körfubolta

Friðrik: Spiluðum flottan körfubolta

14:50

{mosimage}

Þjálfarinn Friðrik Pétur Ragnarsson var að vonum kátur með sína menn í Grindavík í gærkvöldi þegar liðið kafsigldi topplið Keflavíkur 98-76 í Röstinni í Grindavík. Þetta var fyrsti ósigur Keflavíkur í deildinni.

„Við spiluðum mjög vel bæði í vörn og sókn. Að sama skapi held ég að Keflavík hafi verið værukærir í þessum leik en við spiluðum flottan körfubolta,“ sagði Friðrik sem mátti þola tap með Grindavík í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins. Grindavík tapaði með 25 stiga mun gegn Keflavík í upphafi Íslandsmótsins og í gær fundu þeir sig í nokkuð óvæntri stöðu. Þetta kemur fram á www.vf.is.


„Maður átti ekki von á því fyrir leikinn að vera að keppast við stigamuninn milli liðanna, að reyna að ná sigri með 25 stiga mun eða meira gegn Keflavík,“ sagði Friðrik og bætti við að það hafi verið vörnin sem hafi skilað þessum árangri.

 

„Við spiluðum vörn í fyrsta skipti í langan tíma og við vinnum ekki alvöru leiki nema með því að spila vörn. Þá fundum við einnig stöðugleika í sókninni og fórum að leita inn í teig. Þetta snérist bara við hjá okkur frá síðustu leikjum og við það erum við orðnir að hörkuliði að nýju,“ sagði Friðrik.

[email protected]

Mynd: Vf.is

Fréttir
- Auglýsing -