spot_img
HomeFréttirFriðrik Ragnarsson: Viljinn ræður för

Friðrik Ragnarsson: Viljinn ræður för

13:05 

{mosimage}

 

 

Grindvíkingar mæta Skallagrím í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Þjálfari Grindvíkinga, Friðrik Ragnarsson, segir nokkuð hafa verið um flensu í leikmannahópi Grindavíkur síðustu daga en það verði fullskipað lið engu að síður sem mæti í Borgarnes í kvöld.

 

,,Þeir Þorleifur og Páll Axel hafa verið að eiga við flensuskítinn upp á síðkastið og flensan kemur alveg á besta tíma,” sagði Friðrik í samtali við Víkurfréttir. Aðspurður hvernig honum fyndist úrslitakeppnin hafa farið af stað sagði Friðrik að það hefði ekki komið sér á óvart að ÍR hefði lagt KR í gær.

 

,,ÍR er með mjög svipað lið og KR en stemmningin er greinilega ÍR megin. Reyndar kom það mér á óvart í gær að Keflavík hefði ekki spyrnt meira fótum við gegn Snæfell en Keflvíkingar vinna þetta á sínum heimavelli,” sagði Friðrik sem leggur áherslu á tvennt í kvöld.

 

,,Við þurfum fyrst og síðast að stoppa þriggja stiga skotin því Skallagrímur lifir á þeim og þá þurfum við einnig að vera duglegir að skipta á öllum skrínum og reyna eftir fremsta megni að stoppa Flake inni í teignum. Ef við gerum þessa hluti vel þá vinnum við. Þegar þú ert kominn í þessa keppni þá er allt hægt. Það er viljinn sem ræður för,” sagði Friðrik.

 

Skallagrímur-Grindavík

KL. 19:15 í kvöld í Borgarnesi

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -