spot_img
HomeFréttirFriðrik með 83% sigurhlutfall gegn KR í úrslitakeppni

Friðrik með 83% sigurhlutfall gegn KR í úrslitakeppni

7:00

{mosimage}

Það er endalaust hægt að rýna í tölfræði í körfubolta. Nú skoðum við árangur þjálfaranna tveggja gegn andstæðingunum í úrslitinum. Benedikt Guðmundsson gegn Grindavík og Friðrik Ragnarsson gegn KR.

 

Benedikt hefur 17 sinnum stýrt liði í úrvalseild og úrslitakeppni gegn Grindavík, Fjölni 4 sinnum og KR 13 sinnum og hefur Benedikt unnið 6 sinnum. Það er einnig athyglisvert að fyrsti leikur Benedikts sem aðalþjálfara var í Grindavík þann 9. nóvember 1995 en hann tók við liðinu af Axel Nikulássyni sem lét af þjálfun vegna starfa fyrir utanríkisráðuneytið. Þá stjórnaði Benedikt liði Grindavíkur einn vetur og mætti þá KR tvisvar og fór einu sinni með sigur en tapaði einu sinni. Stærsti sigur Benedikts á Grindavík var milli jóla og nýárs 2007 þegar KR vann Grindavík með 11 stigum, 78-89 í Grindavík. Stærsta tapið var hins vegar í fyrsta leiknum þann 9. nóvember 1995, 26 stig, 103-77 í Grindavík.

Þá má geta þess að Benedikt hefur stýrt liði í 164 leikjum í Úrvalsdeild og unnið 112 sem gerir 68,2% sigurhlutfall en í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 36 leikjum og unnið 18 sem gerir 50% sigurhlutfall.

{mosimage}

Friðrik Ragnarsson hefur 26 sinnum stýrt liði í úrvalsdeild og úrslitakeppni gegn KR og unnið 17 sinnum. 11 sinnum með Njarðvík og 6 sinnum með Grindavík. Hann hefur mætt KR 12 sinnum í úrslitakeppni sem þjálfari og alltaf slegið KR út, unnið 10 leiki. Stærsti sigurinn var í DHL höllinni þann 26. mars 2002 í undanúrslitum þegar Njarðvík vann með 16 stigum, 80-96. Stærsta tapið er í fyrsta leiknum, 3. desember 2000, en þá var Njarðvík í heimsókn í DHL höllinni og tapaði með 19 stigum, 113-94.

Friðrik Ragnarsson hefur stýrt liði í 154 leikjum í Úrvalsdeild, fyrsta tímabilið sitt var hann þó að þjálfa Njarðvík með Teiti Örlygssyni. Friðrik hefur unnið 106 af þessum leikjum sem gerir 68,8% sigurhlutfall. Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 54 leikjum og unnið 34 sem er 63% sigurhlutfall.

[email protected]

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -