11:30
{mosimage}
Vísir.is greindi frá því í gærkvöldi að læknar hafa gefið miðherjanum snjalla Friðriki Stefánssyni grænt ljós á að leika næsta vetur. Friðrik fór í tvær aðgerðir seinasta vetur vegna hjartaflökts og olli það því að hann gat ekki leikið með félögum sínum í Njarðvík í úrslitakeppninni.
Þessir fregnir eru mikið gleðiefni fyrir Friðrik og Njarðvíkinga en þetta eru fyrstu góðu fréttirnar til að koma úr herbúðum þeirra í talsverðan tíma.
Friðrik var eðlilega létt að fá þessi góðu tíðindi og sagði við Vísi.is að hugmyndin að fara spila golf í stað körfubolta hafi ekki heillað hann of mikið. ,,Það var gott að fá þessi góðu tíðindi og það hefði verið afar erfitt að kyngja því að þurfa að ljúka ferlinum með þessum hætti. Ég var farinn að sjá það fyrir mér að þurfa að fara að spila golf."
[email protected] – byggt á frétt sem birtist á Vísi.is
Mynd: [email protected]