spot_img
HomeFréttirFriðrik Ingi: Mörg tækifæri fólgin í samstarfi við jafn sterka þjóð

Friðrik Ingi: Mörg tækifæri fólgin í samstarfi við jafn sterka þjóð

13:01
{mosimage}

(Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ og einn reyndasti þjálfari landsins) 

Íslenska landsliðið heldur í dag áleiðis til Litháen þar sem liðið mun mæta heimamönnum í tveimur æfingaleikjum, sá fyrsti fer fram á sunnudag. Karfan.is náði tali af Friðriki Inga Rúnarssyni, framkvæmdastjóra KKÍ, en hann var einn helsti forsprakkinn fyrir þessum æfingaleikjum og segir þá mikilvæga fyrir íslenskan körfuknattleik. 

Hvernig komu þessir æfingaleikir til við Litháen?
Á FIBA þinginu á Möltu í maí sl. kom framkvæmdastjóri Litháa, Mindaugas, að máli við mig og Hannes formann KKÍ þar sem hann hafði áhuga á því að fá okkur til Litháen til að spila 1-2 leiki við þá þar sem þeir væru að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika. Einnig var í boði að æfa við bestu aðstæður og ætluðu þeir að skipuleggja flottan pakka fyrir okkur. Ég hafði kynnst Mindaugas fyrir nokkrum árum þar sem hann var að undirbúa þjálfaranámskeið í Litháen sem ég og fleiri frá Íslandi sóttum. Mindaugas var svo ráðinn framkvæmdastjóri körfuboltasambands Litháen á árinu 2007 og höfum við Hannes hitt hann nokkrum sinnum núna á stuttum tíma. Mindaugas hefur alltaf sýnt því áhuga að auka samstarfið á milli þjóðanna varðandi körfuboltann.  

Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslenskan körfuknatteik að mæta svona stórþjóð í íþróttinni?

Það skiptir okkur miklu máli að fá að leika við jafn sterka þjóð og Litháen er. Við viljum etja kappi við sterka andstæðinga til að sjá hvar við stöndum og einnig teljum við að það efli okkur og geri okkur betri.  

 

Hvernig sérð þú möguleika okkar í þessum tveimur æfingaleikjum?

 

Það er ekki gott að segja, þetta eru fyrstu leikirnir á þessu sumri og menn verða kannski eitthvað ryðgaðir en æfingaleikir eru til þess að koma sér í gang. Það verður auðvitað að segjast eins og er að heimamenn eru mun sigurstanglegri í þessum leikjum en ég geri þá kröfu að leikmenn gefi sig alla í þetta og láti finna fyrir sér. Ég veit að þeir gera það enda vilja leikmenn standa sig í svona toppleikjum. 

 

Þessi vinskapur milli þjóðanna, er hann eitthvað sem á eftir að færast í aukana körfuboltalega séð, fleiri leikir eða aðrar útfærslur á nánara samstarfi?

 

Já það er markmiðið og eftir þessa leiki munum við fara yfir það. Við höfum minnst á þann möguleika að við sendum til þeirra á sumrin unga og efnilega leikmenn í æfingabúðir sem þeir eru með sem og að þeir sendi til okkar þjálfara sem tækju þáttað einhverju leyti í úrvalsbúðum og afreksbúðum sem KKÍ er með á hverju sumri. Við finnum að það er áhugi hjá þeim að setja af stað svona samstarf. Við teljum að það séu fólgin mikil tækifæri í samstarfi við jafn sterka þjóð í körfubolta og Litháen er. Hver veit nema að við fáum svo A-landslið þeirra til Íslands á næsta ári þar semþeir verða mjög líklega í þeirri stöðu að vera að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Póllandi haustið 2009. Það yrði frábært fyrir íslenska áhorfendur að fá tækifæri á því að sjá lið eins og Litháen hér á landi. 

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -