spot_img
HomeFréttirFriðrik Ingi: "Hef ekki enn fengið hiksta"

Friðrik Ingi: “Hef ekki enn fengið hiksta”

 

Friðrik Ingi Rúnarsson nýráðinn þjálfari Keflvíkinga settist niður með Karfan.is og við ræddum þessa nýja stöðu hans og svo Keflavíkurliðið. "Aðdragandinn var ekki langur. Það var hringt á mánudag og viðrað við mig hvort ég hefði áhuga á þessu. Það væri bæði áhugi hjá stjórn Keflavíkur og svo Hirti þjálfara liðsins að fá mig til starfa. Ég fékk að hugsa mig um í sólarhring og sló svo til. Ég gerði mér grein fyrir því að hvort sem svar mitt yrði þá myndu Keflavík vilja fá svar fljótt og það vildi ég líka gera. Ég vildi þá fá að nýta þennan tíma sem gefst núna með liðinu og koma mér að vissuleyti inní hlutina" sagði Friðrik Ingi. 

 

Ákveðin lægð hefur verið yfir Keflavíkurliðinu síðastliðna leiki og títt rætt um það. "Ég hef fylgst vel með Keflavík í vetur líkt og flestum öðrum liðum enda reyni ég að sjá eins mikin körfubolta og ég mögulega kemst yfir. Ég hef séð Keflavík spila bæði prýðilega og svo detta niður, það hefur verið ákveðin óstöðuleiki. Það væri óábyrgt hjá mér að koma í viðtal og segja að ég ætlaði að gera hitt og gera þetta. Ég geri mér grein fyri að ég ætli að reyna að hafa áhrif á ýmsa þætti. En fyrst um sinn verð ég að taka stöðu mála og taka stöðu á leikmönnum og hvar þeir eru hugarfarslega, fá þá til að spila sem eina heild. Ég held að það sé nú ekkert djúpt á þessu en það eru leiðir sem þarf að virkja hjá liðinu. Mitt starf er að finna út úr því eins hratt og hægt er." sagði Friðrik Ingi ennfremur. 

 

Friðrik hefur komið víða við og þekkir því vel til allra hnúta í körfuboltanum og því ekki laust við að spyrja hvaða áherslur hann komi til með að setja á leik Keflavíkur?  "Ég hef mínar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hlutina. En það er engin ástæða til þess að henda öllu út sem liðið hefur verið að gera og byrja uppá nýtt. Mögulega má laga ýmsa hluti en tíminn er naumur og það er spilað þétt í komandi leikjum. Ég mun gera áherslubreytingar á því sem þeir eru að gera og vinna það í góðri samvinnu við Hjört og Gunna sem hafa verið með liðið"

 

Friðrik Ingi eins og allir vita kemur úr Njarðvíkinni en hann er hinsvegar ekki fyrsti Njarðvíkingurinn til að taka við liði Keflvíkinga því Gunnar Þorvarðason (faðir Loga Gunnarsson) þjálfaði liði hér um árið. Hvernig hafa hinsvegar gárungar í Njarðvíkinni tekið þessum fregnum? " Ég hef nú bara heyrt jákvæða hluti og fengið heilla óskir í raun. Mögulega eru einhverjir í felum sem eru óánægðir en það færi þá bara innum eitt og út um hitt eyrað hjá mér. Ég hef starfað í þessu í langan tíma og komið víðsvegar við á landinu. Ég er stoltur af því að vera Njarðvíkingur og átt þátt í þeirri mögnuðu sögu sem þar er. En já allavega bara fengið jákvæð viðbröð, ég hef allavega ekki fengið hiksta ennþá." sagði Friðrik að lokum. 

 

Fréttir
- Auglýsing -