spot_img
HomeFréttirFriðrik: Gríðarlega sterkt mót

Friðrik: Gríðarlega sterkt mót

07:00
{mosimage}

 

(Friðrik skartaði þessum forláta fána á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í sumarbyrjun) 

 

Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands er nú staddur í Sarajevo með U 16 ára landsliði Íslands. Íslenska liðið fékk nokkurn skell í gær er liðið lá gegn heimamönnum í Bosníu-Herzegóviníu 93-57. Friðrik er aðalfararstjóri í ferðinni og segir íslensku piltanna ekki ánægða með leik sinn í gær og stefni á að sýna betri leiki þegar líður á mótið.

,,Við erum að koma okkur inn í þetta enda vorum við síðastir á staðinn vegna mikillar seinkunnar á flugi til Sarajevo. Það setti smá strik í reikninginn en strákarnir tóku vel í þetta allt saman og eru ákveðnir að standa sig,” sagði Friðrik Ingi.  

Fyrsti leikur var í sjónvarpinu úti, var stress í hópnum?
Það var ekki stress í hópnum vegna þess að leikurinn væri í sjónvarpi, okkar drengir voru eiginlega ekkert að spá í það enda svo sem engir sjónvarpsáhorfendur sem þekkja þá hér. Fréttum reyndar frá Halldóri Karlssyni fyrrum leikmanni Njarðvíkur sem er búsettur í Danmörku að hann hafi verið að flakka á milli stöðva og þá hefði hann dottið inn á stöð frá Bosníu og eitthvað kannaðist hann við andlit á skjánum. 

Hvað gerðist í þessum fyrsta leik? Silfurlið Norðurlandamótsins fékk þarna mikinn skell,verða þeir fljótir að jafna sig á þessu bakslagi?
Lið heimamanna er gott en þegar strákarnir unnu Svía á Norðurlandamótinu í maí sl.léku þeir miklu betur. Ég er ekki með því að segja að það hefði endilega dugað gegn Bosníu en leikurinn hefði spilast öðruvísi. Það verður að segjast að strákarnir hafi hlaupið á vegg, bæði var loftleysið mikið og heimamenn einfaldlega sterkari og betri aðilinn í leiknum. 

Styrkleikinn á mótinu, hvernig sýnist þér hann vera og hvernig metur þú möguleikaÍslands í riðlinum?
Þetta er gríðarlega sterkt mót enda eru hér stórar körfuboltaþjóðir eins og Slóvenía, Þýskaland, Svartfjallaland, Bosnía og Búlgaría svo einhverjar séu nefndar.Svartfjallaland vann t.d. Dani með 45 stiga mun í dag. Við mætum Svartfjallalandi í riðlinum. Núna er það bara næsti leikur sem skiptir öllu máli en það er Austurríki í dag en þeir unnu Hollendinga í fyrsta leik. Strákarnir voru ekki ánægðir með leikinn í gær og er stefnan að bæta í og ná að sýna betri leiki þegar líður á mótið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -