spot_img
HomeFréttirFriðrik er á batavegi eftir áfallið í kvöld

Friðrik er á batavegi eftir áfallið í kvöld

Friðrik Hjálmarsson, leikmaður ÍR í Dominosdeild karla hneig niður í leik ÍR gegn Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar í kvöld.  Vísir.is greindi fyrst frá þessu.
 
Fram að þessu hafði Friðrik verið að fá öran hjartslátt og svima en þó undir eftirliti lækna. Þeirra fyrirmæli voru hann ætti ekki að þurfa að halda sig frá leik en þetta þyrfti að kanna betur ef það gerðist aftur, sagði Hjálmar Sigurþórsson, faðir Friðriks í spjalli við Karfan.is í kvöld.
 
“Hann er í góðu standi núna en við bíðum niðurstaðna úr rannsóknum,” bætti hann við.
 
Hjálmar vill koma miklum þökkum til starfsmanna Ásgarðs og allra þeirra sem komu að aðhlynningu Friðriks í kvöld. 
 
Friðrik er einn af yngri leikmönnum ÍR, aðeins 20 ára og er einnig leikmaður unglingaflokks ÍR.
 
Mynd:  Friðrik Hjálmarsson og Daði Lár Jónsson eigast við í leiknum í kvöld. (Bára Dröfn)
Fréttir
- Auglýsing -