spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFriðrik Anton í Álftanes

Friðrik Anton í Álftanes

Enn kvarnast úr Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í unglingaflokki frá síðustu leiktíð. Í dag var tilkynnt að Friðrik Anton Jónsson hefði samið við nágrannaliðið Álftanes um að leika með þeim á komandi leiktíð.

Friðrik Anton er efnilegur tvítugur framherji sem er uppalinn hjá Breiðablik en leikið hefur með Stjörnunni síðan í 10. flokk. Á síðustu leiktíð var hann á Venslasamningi hjá Álftanesi en gengur nú endanlega til liðs við liðið. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var valinn besti leikmaður úrslitaleiks Scania Cup árið 2018 er Stjarnan sigraði það mót.

Friðrik Anton var með 8,9 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í 17 leikjum með Álftanesi á síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -