spot_img
HomeFréttirFréttir úr Evrópuboltanum

Fréttir úr Evrópuboltanum

12:00

{mosimage}

Eduoardo Hernandez Sonseca 

Það er alltaf líf og fjör í Evrópuboltanum, Brynjar Örn Steingrímsson hefur kíkt á það helsta sem hefur verði að gerast síðustu daga.

Euroleague
Euroleague hefur þann vana á að velja MVP eftir hverja umferð í Euroleague. Að þessu sinni kom sá leikmaður úr liði DKV Joventut frá (Spáni) sem eru núverandi ULEB (Eurocup) meistarar.  En DKV Joventut tóku á móti Tau Ceramica á fimmtudaginn í æsispennandi framlengdum leik.Spánverjinn Eduardo Hernandez-Sonseca byrjaði leikinn á bekknum en átti þrátt fyrir það nánast fullkomin leik en hann var með 6-8 í tveggjastiga skotum, 12-12 í vítum og bætti við 10 fráköstum, 2 stoðsendingum og fiskaði 8 villur á andstæðingana og var í framlagi með 38 eða hæstu einkunn á tímabilinu í Euroleague. En eftir þennan frábæra leik biðu Hernandez slæmar fréttir en stuttu eftir leikinn lést afi hans.

Eurocup
MVP fyrstu umferðar Eurocup kemur frá Benetton Basket Tamoil. Benetton sótti heim Besiktas Cola Turka. Sandro Nicevic fór fyrir sínu liði og leiddi liðið til sigurs á Besiktas 72-77. Hann átti magnaðan leik fyrir Benetton en hann var með 19 stig eða 8-12 í tveggja stiga 3-3 í vítum og bætti við 7 fráköstum, 5 stoðsendingum, 2 blokkuðum skotum og fiskaði 7 villur á andstæðingana. Í framlagi var Sandro með 35 eða það hæsta meðal 326 leikmanna sem tóku þátt í fyrstu umferð Eurocup.

Euroleague
Predrag Drobnjak er snúinn aftur til Efes Pilsen en þessi reynslubolti var hjá Efes Pilsen 1998-2001.  Drobnjak var fenginn til Efes Pilsen til að hjálpa liðinu að komast aftur á sigurbrautina í D riðli en liðið hefur tapað 3 síðustu leikjum. Þegar Drobnjak var hjá Efes Pilsen hjálpaði hann liðinu að komast í Final Four fyrst allra tyrkneskra liða árin 2000 og 2001. Frá þeim tíma hefur Drobnjak farið á flakk meðal annars í NBA deildina þar sem hann lék með nokkrum liðum eins og Seattle, Los Angeles Clippers og Atlanta en kom aftur inní Evrópuboltann árið 2005 og gekk í raðir Tau Caramica (Spáni) en gekk síðan til Partizan Belgrade (Serbía). Efes Pilsen búast við miklu með þessum leikmanni.

Euroleague
Unicaja hefur gert  samning við Paul Shirley en þessi leikmaður verður hjá liðinu í það minnsta einn mánuð en samningurinn er með þeim fyrirvara að leikmaðurinn standist læknisskoðun. Paul Shirley hefur áður leikið með spænsku liðunum ViveMenorca og DKV Joventut, gríska liðinu Panionios og Unics Kazan frá Rússlandi. Samningur Paul Shirley kemur til vegna mikilla meiðslavandamála hjá klúbbnum en kraftframherjar liðssins eru báðir meiddir, Marcus Haislip verður frá næstu 3 vikurnar og Þjóðverjinn Gabriel eitthvað lengur.

Euroleague
Union Olimpija tilkynnti fyrr í vikunni að þeir hefðu gert mánaðarsamning við reynsluboltan Ivica Jurkovic en hann lék áður með Union Olimpija árin 1996-1999 og fór með liðinu í Final four árið 1996.  

Euroleague
J.R. Holden leikmaður CSKA Moscow verður lengur frá en búist var við en Holden braut litla fingur í leik á móti Panionos on Telecoms 29. október síðastliðinn. Holden fór til Bandaríkjanna í aðgerð á litla fingri en búist var við að hann gæti tekið þátt í leikjunum í byrjun desember en Holden þarf að bíða í 3-4 vikur í viðbót vegna þess að meiðslin voru verri en búist var við. Holden er væntanlegur aftur á parketið í byrjun næsta árs.

Eurocup
Pamesa Valencia hefur gert samning við Ástralann Matt Nielsen út þetta tímabil. Matt Nielsen (208, 30)  kemur frá Lietuvos Rytas þar sem hann hefur verið síðustu 3 tímabil. Nielsen hóf feril sinn hjá Sydney Kings og leiddi hann liðið til sigurs í áströlsku deildinni árin 2003 og 2004. Nielsen hóf sinn feril í Evrópu með gríska liðinu PAOK Thessaloniki áður en hann gekk svo til liðs við Lietuvos Rytas. Nielsen hefur einnig hjálpað L.Rytas með að vinna litháensku deildina og tvisvar í Baltic League. Einnig hjálpaði hann liðinu að komast í 16 liða úrslit í ULEB cup árið 2007 Nielsen er einnig í ástralska landsliðinu sem tók þátt í Ólympíuleikunum árin 2004 og 2008.

BÖS

Mynd: www.solobasket.com

 

Fréttir
- Auglýsing -