spot_img
HomeFréttirFréttir af útsendingu rangar

Fréttir af útsendingu rangar

 
Ekki verður hægt að horfa í beinni á netinu á oddaleik Sundsvall og Norrköping sem hefst kl. 16.10 á eftir. Aðilar sem reynt hafa að kaupa sér aðgang að leiknum hafa fengið meldinguna: OUT OF REGION. Þetta þýðir, eftir því sem Karfan.is kemst næst að viðkomandi verði að hafa sænska IP-tölu til þess að geta horft á leikinn.
Karfan.is biðst velvirðingar á því að hafa farið rangt með upplýsingar en við byggðum okkar frétt á upplýsingum frá sænska körfuknattleikssambandinu. Vefsíðan viaplay.se sýnir leikinn í beinni á netinu en áhorfendur þar verða að hafa sænska IP-tölu vegna höfundarréttar. Af þessum sökum mun fólk á Íslandi ekki geta horft á leikinn. Sjónvarpsstöðin TV10 sýnir leikinn í beinni útsendingu og þeir sem hafa hana á sínum snærum ættu því að geta séð leikinn.
 
 
Afsakið þau óþægindi sem þetta kann að hafa valdið.
 
F.h. Karfan.is
Jón Björn Ólafsson
Ritstjóri
Fréttir
- Auglýsing -