spot_img
HomeFréttirFréttatilkynning frá KKÍ

Fréttatilkynning frá KKÍ

 KKÍ var nú rétt í þessu að senda út fréttatilkynningu vegna þeirra mála er varða þjálfarastöðu A landsliðs kvenna. Eins og flestir vita þá var Sverrir Þór Sverrisson þjálfara boðin staðan þrátt fyrir að gildandi samningur væri fyrir hendi. 
 
Yfirlýsing KKÍ er svo hljóðandi
 
Í kjölfar frétta af þjálfaramálum A-landsliðs kvenna hefur stjórn KKÍ, afreksnefnd KKÍ og Sverrir Þór farið yfir málin í dag til að leita skýringa. Svo virðist sem um misskiling sé að ræða og harma báðir aðilar þau mistök. 

Eftir samtöl formanns afreksnefndar (Páll Kolbeinsson innsk blm) við Sverri í dag vilja stjórn og afreksnefnd KKÍ koma á framfæri ánægju með störf Sverris hingað til og er vilji beggja aðila að Sverrir komi að afreksstarfi KKÍ í framtíðinni. 

Stjórn og afreksnefnd KKÍ
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -