Klukkan 8 í gærkvöldi lokaðist leikmannaskiptagluggi NBA deildarinnar fyrir þetta tímabilið og eins og í fyrra var dagurinn fremur rólegur. Flest lið eru að halda að sér höndunum og búa sig undir leikmannamarkaðinn og nýliðavalið í sumar.
Bitastæðustu skiptin voru vafalítið á milli Indiana Pacers og Philadelphia 76ers, en Pacers sendu Danny Granger til Philly fyrir Evan Turner og Lavoy Allen. Pacers hafa verið að reyna að losna við Granger ansi lengi. Hann hefur verið mikið meiddur undan farið og framfarir Paul George hafa heldur ekki hvatt stjórnendur liðsis til að halda honum í Indianapolis. Í staðinn fá þeir góða leikmenn til að styrkja bekkinn enn frekar. Lavoy Allen er hundur sem forðast ekki samstuðið og lætur ekki vaða yfir sig. Passar fínt inn í varnarmiðað Pacers liðið. Evan Turner er búinn að eiga fínt tímabil og á eftir að geta hjálpa mikið til hjá Pacers ef hann sættir sig við að sitja í aftursætinu. Fín viðbót fyrir baráttuna í úrslitakeppninni.
Sixers fá $14 milljóna samning sem þeir losna við úr bókunum í sumar. Turner og Allen voru saman með um $9,6 milljónir í bókum Sixers þannig að nettó munurinn um $4,4 milljónir sem þeir losa í sumar. Þeir sendu einnig frá sér Spencer Hawes til Cleveland Cavaliers í skiptum fyrir Earl Clark og Henry Sims. Nettósparnaðurinn er rúmlega $1,5 milljón. Þeir sóttu einnig Eric Maynor til Washington Wizards í skiptum fyrir valrétt í annari umferð í sumar. Sixers eru nú langt undir launaþakinu og ættu því að eiga nóg af seðlum þegar skiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Wizards fengu Andre Miller frá Denver Nuggets, en hann hefur verið í skammarkróknum í Denver eftir að hafa lent í heiftarlegu rifrildi við Brian Shaw þjálfara liðsins. Wizards sendu Jan Vesely til Nuggets.
Milwaukee Bucks losuðu sig snemma við Gary Neal eftir að hafa samið við hann í sumar til tveggja ára fyrir $6,5 milljónir. Bucks sendu Neal og Luke Ridnour til Charlotte Bobcats í skiptum fyrir Ramon Sessions og Jeff Adrien. Sparnaður upp á $1,7 milljón fyrir Bucks.
Sacramento Kings sendu Marcus Thornton til Brooklyn Nets í skiptum fyrir Jason Terry og Reggie Evans. Þessi skipti bæta $700 þús. í launakostnað Brooklyn Nets en $2,7 milljónum í kostnað liðsins vegna refsiskatts, en það er dropi í hafið fyrir Prokhorov. Terry og Evans eru báðir með eitt ár eftir af samningum sínum og gætu því verið verðmætir á skiptamarkaðnum í sumar.
Lakers reyndu mikið að losa Jordan Hill til New Orleans Pelicans en þær viðræður runnu út í sandinn. Þeir sendu þá Steve Blake til Golden State Warriors fyrir Kent Bazemore og MarShon Brooks. Sterkur leikur hjá Warriors að fá góðan bakvörð sem getur skotið fyrir utan til að leysa af Stephen Curry í úrslitakeppninni, eða jafnvel spila þá báða saman með Klay Thompson á vængnum. Lakers fá leikstjórnanda sem getur varla snert boltann á þess að tapa honum en góða klappstýru til að hressa við Chris Kaman þegar hann er að sofna á bekknum. Ef Kobe Bryant væri með hár, þá væri hann að tæta það af sér núna.
Clippers sendu Antawn Jamison til Atlanta Hawks fyrir reiðufé og réttinn til að semja við Cenk Akoyl. Sendu einnig Byron Mullens til Sixers fyrir valrétti.
Spurs sendu Nando De Colo til Raptors í skiptum fyrir Austin Daye og Aaron Brooks var sendur frá Houston til Denver í skiptum fyrir Jordan Hamilton.
Að lokum sendur Miami Heat frá sér Roger Mason jr. til Sacramento Kings í skiptum fyrir valrétt í annarri umferð 2015.
Eins og áður sagði, fremur bragðdaufur lokadagur leikmannaskipta í NBA deildinni. Engin stór nöfn, fyrir utan kannski Danny Granger og Evan Turner fengu nýtt heimili. Það þýðir bara enn meiri læti í sumar þegar hann opnar aftur.



