spot_img
HomeFréttirFranska liðið spilar fyrir veikan liðsfélaga

Franska liðið spilar fyrir veikan liðsfélaga

Innan stundar hefst leikur Íslands og Frakklands í A-deild evrópumóts U20 sem fram fer í Grikklandi. Franska liðið er skipað mjög öflugum leikmönnum en fremstur í flokki er Elie Okobo leikmaður Pau-Lacq-Orthez í frönsku LNB A deildinni. Hann er að sögn FIBA.com einn af bestu ungu leikmönnum frönsku deildarinnar auk FIBA Europa Cup þar sem liðið lék á síðustu leiktíð. 

 

Hann er einnig reynslumesti leikmaður liðsins og mun því leiða liðið á mótinu. Í viðtali við FIBA.com á dögunum segir hann frá því að liðið muni spila á evrópumótinu fyrir vin sinn og liðsfélaga Jonathan Jeanne. 

 

Franska liðið er talið vera fullt af hæfileikum en það var áfall þegar Jonathan Jeanne eini stóri leikmaður liðsins (2,17 cm) þurfti að draga sig úr hópnum og er óvíst hvort hann spili aftur körfubolta. Jeanne greinndist með Marfan heilkenni á dögunum sem mun líklega neyða hann til að setja skónna á hilluna. 

 

Okobo sagði fréttirnar af Jeanne hafa haft áhrif á hópinn og ljóst væru að þeir myndu spila á Krít með vin sinn í huga. Frakkland er ásamt Íslandi, Tyrklandi og Svartfjallalandi í B-riðli evrópumótsins. 

 

"Þetta er hræðilegt. Allir voru mjög hissa og í áfalli.“ sagði Okobo í samtali við FIBA.com. „Allir í liðinu hafa sýnt honum stuðning, við munum spila fyrir hann og hugsa til hans í hverjum einasta leik á mótinu. Við viljum ná langt og sýna honum ást og umhyggju.“

 

Frakkland hefur ekki unnið FIBA U20 evrópumótið síðan árið 2010 og einungis einu sinni komist í undanúrslit og var það árið 2012. Líkt og segir hér að ofan var liðið einunigis einum leik frá því að fall í B-deild á síðasta ári og því mikill hugur í franska liðinu í ár. 

 

„Fullt af liðum munu vilja vinna þetta mót en við erum metnaðarfullir líka. Við þurfum að spila sem lið, við höfum helling af hæfileikaríkum leikmönnum, svo við getum náð á pall og barist um titilinn.“ sagði Okobo. 

 

Leikur Íslands og Frakklands hefst kl 13:00 að íslenskum tíma en finna má leikinn í beinni útsendingu hér. 

Fréttir
- Auglýsing -