Frank Aron Booker skoraði 17 stig í sigri Oklahoma Sooners í framlengdum leik gegn Texas Tech í gær. Sooners bjuggust ekki við mikilli mótspyrnu frá Texas Tech en annað kom upp á daginn.
Leikurinn var mjög jafn og alveg í járnum þar til í framlengingunni þegar Sooners sigldu fram úr 12-8. Lokatölur leiksins voru 79-75.
Booker skaut 4/5 í þristum og 5/5 í vítum. Hann bætti einnig við 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.



