Frank Aron Booker og félagar í Oklahoma Sooners völtuðu yfir Iowa State í seinni hálfleik í gærkvöldi og enduðu með að sigra örugglega 94-83. Liðin höfðu verið jöfn í hálfleik 46-46. Sooners eru nú í 2. sæti Big 12 riðilsins.
Frank skoraði 14 stig á aðeins 16 mínútum og skaut mjög vel utan af velli eða samtals 5/10 og þar af 4/6 í þristum.



