spot_img
HomeFréttirFrank Aron Booker í Val

Frank Aron Booker í Val

Valur hefur samið við landsliðsmanninn Frank Aron Booker um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Booker er 25 ára, 191 cm skotbakvörður sem frá árinu 2013-2018 lék í bandaríska háskólaboltanum með þremur liðum, Oklahoma, Florida Atlantic og South Carolina. Á síðasta tímabili fór hann svo til meginlands Evrópu sem atvinnumaður, þar sem hann lék fyrir ALM Everux í frönsku Pro B deildinni, þar sem hann skilaði 9 stigum að meðaltali á um 22 mínútum spiluðum í leik.

Þá hefur Frank einnig leikið fyrir íslenska landsliðið. Nú síðast í leikjum gegn Portúgal og Sviss í forkeppni undankeppni EuroBasket 2021.

Frank Aron er sonur Frank Alonzo Booker sem gerði garðinn frægan með Val á fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar, en ásamt Val lék hann einnig með ÍR og Grindavík.

Fréttir
- Auglýsing -