spot_img
HomeFréttirFrank Aron Booker hugleiðir til að ná betri árangri

Frank Aron Booker hugleiðir til að ná betri árangri

Oklahoma Sooners munu spila í 16 liða úrslitum NCAA keppninnar í kvöld gegn Michigan State. Hann, þjálfarar og aðrir leikmenn liðsins vita að til þess að liðið nái árangri, þarf Frank Aron Booker að hafa miðið stillt.
 
Booker spilaði mjög vel í 64 liða úrslitunum og sérstaklega í 32 liða úrslitunum þegar hann skoraði 12 stig og skaut 4/6 úr þriggja stiga skotum. Fram að því hafði Booker gengið illa að finna skotið sitt.
 
En hver er lykillinn?
 
“Hugleiðsla,” sagði Booker við Sooners Illustrated á dögunum. “Ég hugleiði hér og þar. Ímynda mér boltann fara ofan í körfuna aftur og aftur.”
 
Faðir hans, Franc Booker sem spilaði hér á landi á tíunda áratugnum, ráðlagði honum að gera þetta. “Pabbi sagði að hann hafi gert þetta og það hafi hjálpað honum.”
 
Það er heldur betur að skila sér og nú mun reyna heldur betur á í nótt þegar Sooners freista þess að komast í Elite 8 með sigri á Michigan State. 
 
Leikurinn hefst kl. 2 í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -