spot_img
HomeFréttirFramtíðin framlengir í Keflavík

Framtíðin framlengir í Keflavík

 
Nýverið framlengdu fjórir ungir leikmenn samningum sínum við Keflavík í Iceland Express deild kvenna. www.keflavik.is greinir frá.
Með þessum undirskriftum leikmannasamninga er ljóst að Keflavíkurliðið verður hið sama og síðasta tímabil segir á heimasíðu Keflavíkur. Þó hafa tveir sterkir leikmenn bæst í hópinn en það er Grindvíkingurinn og landsliðsbakvörðurinn Ingibjörg Jakobsdóttir og miðherjinn Hrund Jóhannesdóttir.
 
Stelpurnar sem framlengdu við Keflavík eru Árný Sif Gestsdóttir (fædd 1993), Eva Rós Guðmundsdóttir (fædd 1994), Sigrún Albertsdóttir (fædd 1993) og Telma Lind Ásgeirsdóttir (fædd 1993). Stelpurnar eru allar mjög efnilegir leikmenn og leika með yngri landsliðum Íslands.
 
Ljósmynd/ www.keflavik.is – Frá vinstri: Telma Lind Ásgeirsdóttir, Sigrún Albertsdóttir, Jón Halldór Eðvaldsson, Eva Rós Guðmundsdóttir og Árný Sif Gestsdóttir.
Fréttir
- Auglýsing -