spot_img
HomeFréttirFramtíðarstjarna Dana valinn bestur í B-deild U16

Framtíðarstjarna Dana valinn bestur í B-deild U16

Jacob Larsen er eitt mesta efni Dana í körfuboltanum um þessar mundir en Danir höfðu á dögunum sigur í B-deild Evrópukeppninnar í flokki U16 ára. Íslensku U16 ára piltarnir þekkja styrk þessa liðs en liðin mættust einmitt í úrslitum Norðurlandamótsins fyrr á þessu ári þar sem um einstefnu af hálfu Dana var að ræða.
 
Larsen var valinn besti leikmaður B-keppninnar en hann gerði 24 stig, tók 16 fráköst og varði 7 skot í úrslitaleiknum gegn heimamönnum í Bosníu og Hersegovínu. Lokatölur 72-69. Larsen var með tvennur í öllum leikjum nema einum.
 
Í A-deildinni var það að frétta að Spánverjar urðu Evrópumeistarar með naumum 63-65 sigri gegn Serbíu. Heimamenn í Serbíu fengu þrist í lokin til að stela sigrinum en hann vildi ekki niður. Hér að neðan má sjá það helsta frá úrslitaleik Spánverja og Serba í úrslitum U16 ára karla í A-deild:
  
 
Mynd með frétt/ Jacob Larsen tekur við sigurlaunum Dana eftir frækna frammistöðu í B-deildinni.
Fréttir
- Auglýsing -