spot_img
HomeFréttirFramtíð LeBron ræðst á morgun

Framtíð LeBron ræðst á morgun

LeBron James mun tilkynna á morgun hvaða liði hann mun leika með á næstu leiktíð. Þetta segja fjölmiðlar vestan hafs, en James og hans fólk höfðu samband við ESPN sjónvarpsstöðina og báðu um að fá að tilkynna ákvörðunina í beinni útsendingu.
James hefur rætt við sitt gamla lið, Cleveland Cavaliers, auk Miami Heat, Chicago Bulls, Los Angeles Clippers, New York Knicks og New Jersey Nets, sem eru þau lið sem geta boðið honum hámarkslaun.
 
Ekkert hefur verið gefið út um pælingar James, en eins og kom áður fram hér á Karfan.is hafa ýmsir forsvarsmenn NBA-liða efasemdir um að James sé á förum frá heimabæ sínum Cleveland.
 
Þeir geti umfram allt boðið honum 30 milljónum dala meira en nokkuð annað lið með sex ára samningi, en hafa þá ekki eins mikið svigrúm til að fá til sín sterka leikmenn eins og t.d. Chris Bosh.
 
Biðin verður þó ekki löng að því er virðist, þar sem stareyndir málsins og niðurstaða James ætti að verða kunngjörð á morgun.
 
Lítið annað er þó að frétta af leikmannamarkaði þessa stundina, en Chris Duhon, fyrrum leikstjórnandi NY Knicks samdi þó við Orlando Magic til fjögurra ára.
 
Þá er talið líklegast að gamli risinn Shaquille O’Neal ræði við forsvarsmenn Atlanta Hawks um að leika með þeim á næsta ári og að Carmelo Anthony, frmaherji Denver Nuggets, muni semja við lið sitt um framlengingu á samningi sem mun annars renna út næsta sumar.
 
Fréttir
- Auglýsing -