23:15
{mosimage}
(Frá leiknum í Grafarvogi í kvöld)
Þegar 6 mínútur voru liðnar af viðureign Fjölnis og Hauka í Iceland Express deild kvenna í kvöld höfðu Fjölniskonur yfir 12-8 en Haukar minnkuðu muninn í 12-11. Fjölnir jók muninn í 17-13 og þannig endaði fyrsti leikhluti. Annar hluti byrjaði á 3 stiga körfu Hauka en Fjölnir svaraði með 2 stigum og þegar staðan var 23-19 náðu Haukar 4 stigum og komust yfir. Þá skoraði Eva góða körfu en þær svöruðu fljótt 25-26 og var þetta í eina skiptið í venjulegum leiktíma sem Haukar komust yfir.
Síðan komu þrjár 3stiga körfur hjá Fjölni og leikhlutinn endaði í stöðunni 34-33. Skrifað er nánar um leikinn á vefsíðu Fjölnismanna og er hægt að lesa nánar um þennan spennuleik sem varð að framlengja á www.fjolnir.is eða með því að smella hér.
Haukar höfðu nauman 73-71 sigur í leiknum en nýliðarnir létu Íslandsmeistarana svitna verulega fyrir stigunum tveimur.



