11:36
{mosimage}
(Haukar fagna hér sigri á Fjölni í lok leiks)
Það var boðið upp á fína og jafnframt spennandi skemmtun á Ásvöllum í gær þegar að Fjölnir mætti á Ásvelli til að hefna fyrri leik liðanna sem endaði með tveggja stiga sigri Hauka. Fyrir leik liðanna voru þau jöfn að stigum og því ljóst að sigurinn var mikilvægur báðum liðum í toppbaráttunni.
Segja má að leikurinn hafi verið algjör spegilmynd fyrri viðureignar þar sem Haukarnir voru sterkari á lokasprettinum og í bæði skiptin fengu Fjölnismenn tækifæri til að vinna með lokaskoti leiksins. {mosimage}
Haukar opnuðu stigareikninginn með laglegu samspili Kristins Jónassonar og George Byrd. Tvær þriggjastigakörfur í röð frá Fjölnismönnum kom þeim yfir 2-6 og eftir þær tóku Fjölnismenn öll völd á vellinum. Ægir Þór Steinþórsson var allt í öllu í sókn Fjölnismanna og hafði vörn Hauka engin svör við ótrúlegum hraða hans.Fjölnir komst í 6-18 og leiddu með 8 stigum þegar leikhlutanum lauk, 16-24.
Haukar skiptu úr maður á mann vörn í svæðisvörn og virkaði það vel á sókn Fjölnismanna sem engin svör fundu. Haukamenn æstust upp og algjör viðsnúningur varð á leiknum. Haukar höfðu nú tekið öll völd á vellinum og fundið svör við varnarleik Fjölnis. Jafnt og þétt minnkuðu þeir muninn og voru komnir yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik, 43-41. Haukar unnu leikhlutan með 9 stigum og leiddu í hálfleik með einu, 38-37.
Haukar héldu áfram uppi stemningunni sem myndast hafði í liði þeirra í þriðja leikhluta. Smám saman juku þeir forskot sitt og virtist Fjölnisliðið gjörsigrað. Haukar leiddu eftir þriðja leikhluta með 6 stigum og eftir að hafa skorað tvær fyrstu körfurnar í fjórða leikhluta var munurinn orðinn ellefu stig.
Fjölnismenn tóku sig saman í andlitinu og snéru leiknum sér í hag. Níu stig í röð frá þeim galopnaði leikinn og framundan voru spennandi lokamínútur þar sem sigurinn gat endað báðu meginn. Haukar náðu að auka muninn í fimm stig þegar rétt um 4 mínútur voru eftir en meira skoruðu þeir ekki. Fjölnir minnkaði muninn og náðu að jafna, 70-70.
Lúðvík Bjarnason gat unnið leikinn fyrir Hauka en skot hans geigaði og því fengu Fjölnismenn tækifæri til að klára leikinn þegar 2.8 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn endaði í höndunum á Patrick Oliver en hann náði ekki að láta boltann ofaní og því þurfti að grípa til framlenginar.
Framlengingin var jöfn og spennandi og var vörnin var í aðalhlutverki. Kristinn Jónasson kom Haukum yfir 71-70 með vítaskoti en Fjölnismenn komust yfir með sniðskoti frá Ægi Steinþórssyni 71-72. George Byrd skoraði næstu fjögur stig Hauka og staðan 75-72 og Haukar í vænlegri stöðu. Fjölnismenn jöfnuðu leikinn með vítaskoti frá Tryggva Pálssyni og körfu frá Hauki Pálssyni en hann jafnaði leikinn 75-75 með fallegu gegnumbroti. Lokakörfuna skoraði Kristinn Jónasson í miðjum teignum þegar 9 sekúndur voru eftir og reyndist það sigurkarfan.
Fjölnismenn keyrðu upp völlinn og fengu ágætis skot sem geigaði um leið og tíminn rann út.
Sigurinn í kvöld var Haukum mikilvægur en með sigrinum þá komust þeir upp fyrir Fjölni og eru í 3. sæti með 20 stig en Fjölnir er með 18 stig. Haukar eiga einnig innbyrðis viðureignina við Fjölni og því ef liðin verða jöfn að stigum í leikslok þá verða Haukar ávallt fyrir ofan í töflunni.
Stigahæstur hjá Haukum var George Byrd sem var með alvöru risa tvennu 22 stig og 21 fráköst. Kristinn Jónasson skoraði 17 stig og tók 11 fráköst og 5 stoðsendingar.
Hjá Fjölni skoraði Ægir Steinþórsson 19 stig og 5 stoðsendingar og Arnþór Guðmundsson 18
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



