Aron Orri Hilmarsson hefur framlengt samning sinn við ÍR fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla.
Aron er að upplagi úr ÍR og hefur verið mikilvægur hluti liðsins á síðustu árum, en hann hefur allan sinn feril leikið fyrir félagið. Er hann ekki bara mikilvægur leikmaður inni á vellinum heldur líka sterkur karakter í klefanum samkvæmt tilkynningu ÍR, öflug fyrirmynd sem heldur vel utan um hópinn.



