Heiðrún Björg Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna.
Heiðrún er 18 ára framherji sem að upplagi er úr Stjörnunni, en hún hóf að leika með meistaraflokki félagsins tímabilið 2022-23. Þá hefur hún leikið fyrir yngri landslið Íslands á síðustu árum á Norðurlanda- og Evrópumótum.