Kjartan Karl Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.
Kjartan er uppalinn Fjölnismaður og hefur unnið fjöldan allan af titlum með yngri flokkum félagsins. Þá lék hann einnig á venslasamningi með liði Aftureldingar á síðasta tímabili
Baldur Már þjálfari liðsins sagði um Kjartan: „Kjartan er efnilegur bakvörður sem hefur sýnt að hann er sérstaklega öflugur sóknarmaður bæði í yngri flokkunum hjá okkur sem og hjá Aftureldingu í fyrra. Hann er hluti af þessum unga kjarna sem við viljum sjá taka næstu skref.“



