Smári Jónsson hefur framlengt samninga sína við Þór og mun taka slaginn með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Smári er 24 ára bakvörður sem að upplagi er úr Þór, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk tímabilið 2019-20. Í 24 leikjum með Þór á síðustu leiktíð skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.



